Stúdíóíbúð


Einstaklega glæsilegar íbúðir fyrir tvo gesti. Íbúðirnar eru stílhreinar og mjög þægilegar, með eldhúsi, parketi á gólfum  og fallega flísalögðu baðherbergi með sturtu. Hægt er að velja um annað hvort tvö einstaklingsrúm eða eitt stórt hjónarúm. Í hverri stúdíóíbúð er sími, minibar, gervihnattasjónvarp og gjaldlaus þráðlaus nettenging.