Hótel Frón er glæsilegt og vinalegt hótel staðsett í hjarta Reykjavíkur við Laugaveg. Hönnun þess er nútímaleg og sniðin að fjölbreyttum þörfum gesta.
Sérstaða hótelsins felst í því að mikið er lagt upp úr þægindum í hverju og einu herbergi. Markmið okkar er að gestum líði eins og heima hjá sér. Gestir geta valið á milli úrval gistimöguleika, allt frá einstaklingsherbergjum til tveggja herbergja íbúða. Veitingastaður hótelsins heitir Scandinavian og býður upp á sérlega vandaðan norrænan matseðil.
Hótelið er staðsett í kjarna 101 við Laugaveginn, sem gerir gestum kleift að njóta þess besta sem Reykjavík hefur upp á að bjóða í þægilegri göngufjarlægð. Hótel Frón er byggt árið 1998 og hefur stækkað jafnt og þétt síðan. Það er nú á fjórum hæðum og með 96 herbergjum. Verið velkomin á Hótel Frón og njótið þess að vera í vinalegu og glæsilegu umhverfi í hjarta miðborgarinnar.