Staðsetning
  • Kort

Hótelið er einstaklega vel staðsett í miðbænum hvað varðar verslun, veitingastaði, listir og menningu. Til að mynda er galleríið, Spark Design Center, vinnustofa og verslun Hildar Hafstein og grænmetisstaðurinn Garðurinn bara spölkorn frá hótelinu. Á Laugavegi er að finna úrval frábærra verslana, veitingastaða og kaffihúsa. Við mælum með verslunum Evu, Sævari Karli, Kron Kron og GK fyrir þá sem eru að leita að hátísku og verslunum, Aftur og  Atmo fyrir þá sem vilja íslenska hönnun. Það er ferðarinnar virði fyrir gesti okkar að líta þar við. 

Hotel_heart_of_Reykjavikhotel_location